Al-Aqsa hótar Dönum

Í tilefni af því að Al-Aqsa samtökin hóta Dönum nú blóðsúthellingum, enn vegna teikninga af Múhameð spámanni, er ekki úr vegi að rifja upp nokkur hryðjuverk þeirra.

2. mars 2002:  11 fórust í sjálfsmorðsáras Al-Aqsa í Jerúsalem.

5. janúar 2003:  22 fórust í sjálfsmorðsárás Al-Aqsa á strætóbiðstöð í Tel Aviv.

29. janúar 2004: 11 fórust í árás Al-Aqsa á strætisvagn í Jerúsalem.

30. janúar 2006:  Tóku þátt í vopnaðri árás á Gaza skrifstofur Evrópusambandsins.  Aðgerðin var hugsuð sem mótmæli vegna teikninga Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni.

Þessi listi er alls ekki tæmandi, en gefur mynd af þessum félagsskap, Al-Aqsa, sem nú teygir sig til áhrifa í Danmörku.

Þá er vert að geta þess að samtökin virðast sækja stuðning og hugmyndir til Írans.  Þannig lýstu þau sérstakri ánægju með yfirlýsingar Ahmadinejads Íransforseta þess efnis að Ísrael skyldi eytt.  Það er leitt að hin friðsömu norðurlönd skuli nú þurfa að búa við yfirgang öfgasinnaðra ofsatrúarmanna, eins og Ísraelar hafa gert svo lengi.


mbl.is Múhameðsteikning notuð í dönsku kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

net

Höfundur

net
net
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband