Vítisenglar og fangaflug

Skilningsleysi í garð lögreglunnar endurspeglast víða hérlendis. Þannig eru margir þegar búnir að taka upp hanskann fyrir vítisengla eftir að lögreglan sneri þeim úr landi um helgina. Fólk sem ekki hefur upplýsingar sem lögreglan hefur um vítisenglana, og hefur að því er virðist ekki einu sinni kynnt sér opinberar upplýsingar um morðöldur í bardögum mótorhjólagengja á norðurlöndum, mótmælti.

Í stað þess að þakka lögreglunni einfaldlega fyrir vasklega unnið starf er leitað logandi ljósi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum að greinum sem mætti vitna í vítisenglum til varnar.

Sama viðhorf er uppá teningnum gagnvart stríðinu gegn hryðjuverkum. Almenningur krafðist viðbragða þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september 2001. Bandaríkjamenn fengu þá vernd sem NATO sáttmálinn tryggir öllum bandamönnum. NATO réðist til atlögu við al-kaída í Afghanistan og hina alræmdu stjórn Talibana, sem skaut skjólshúsi yfir hryðjuverkasamtökin og var auk þess alkunn fyrir að kúga konur í samræmi við strangar bókstafstrúarkenningar.

Baráttan við ofsatrúarmenn geisar enn víða um heim og útlit fyrir að stríðið verði langvinnt. Vegna stríðsins hafa bandarísk stjórnvöld tekið ákvarðanir sem oft eru gagnrýndar, líka á heimavelli, til dæmis Bandaríkjaþingi. Þannig er um meðferð fanga og fangaflugið svokallaða. Þar hefur verið brugðist við réttmætri gagnrýni á ákvarðanir sem voru teknar í hita leiksins eftir 9-11 árásirnar. Réttindi fanganna í stríðinu gegn hryðjuverkum hafa verið sérstaklega til skoðunar og þróunin verið í þá átt að æ strangari skorður eru reistar til að tryggja réttindi þeirra. Það geta fangarnir þakkað sterkri lýðræðishefð sem tryggir skoðanaskipti um hlutskipti þeirra, auk ákvæða í bandarísku stjórnarskránni og hinum ýmsu sáttmálum.

Skilningsleysi margra hér á nauðsyn þess að koma hryðjuverkamönnum úr umferð kom berlega í ljós í útbreiddum fögnuði þegar utanríkisráðherra Íslands kvaðst á dögunum ætla að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn yrðu fluttir frá einum stað til annars, þegar tilkynnt var að reynt yrði að leita í þeim fangaflugvélum sem lenda hér.

Væri ekki nær að krefjast þess að lögreglan verði efld og að bandamönnum okkar verði boðin frekari aðstoð í stríðinu gegn hryðjuverkum.

 


mbl.is Lögregluaðgerðum vegna komu Vítisengla til landsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér, góður pistill

Arnbjörn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

net

Höfundur

net
net
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband