Samstaða gegn ógnarstjórninni í Íran

Það er ánægjulegt að sjá hversu þétt vestrænar þjóðir standa saman andspænis ógnarstjórn klerkanna í Íran.  Nú hafa George W. Bush Bandaríkjaforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sammælst um að herða enn frekar refsiaðgerðir gegn Íransstjórn.

Tilefnið er ærið.  Í fyrsta lagi er tími til kominn að þessi fornfræga menningarþjóð Íranar losni undan hæl klerkanna.  Þjóðin hefur nú um langt skeið mátt þola hrikaleg mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda.  Fólki þar er mismunað á grundvelli trúarbragða, sem dæmi hefur fólk í Bahai söfnuðinum þar sætt ofsóknum.  Eins hafa mótmælendur úr röðum stúdenta verið handteknir og pyntaðir til að ná fram játningum.  Íranar sem berjast, til dæmis fyrir réttindum kvenna, sæta þar oft þungum refsingum.  Þá tíðkast þar enn að grýta fólk opinberlega til dauða, jafnvel fyrir framhjáhald.

Nánar má lesa um grimmileg mannréttindabrot írönsku klerkastjórnarinnar á heimasíðu Human Rights Watch  http://hrw.org/doc/?t=mideast&c=iran&document_limit=0,20

Þar með eru grimmdarverk klerkastjórnarinnar þó ekki upptalin.  Hún hefur haft afskipti af bardögum í Írak og veitt skæruliðum og hryðjuverkamönnum sem berjast þar gegn almenningi í Írak og her Bandaríkjamanna stuðning.

Írönsk stjórnvöld hafa lengi veitt hryðjuverkamönnum Hizbollah og Hamas dyggan stuðning.  Þessi samtök hafa farið með ofbeldi á hendur almennum borgurum í Ísrael um áraraðir, og meðal annars myrt fjölda fólks í ítrekuðum sjálfsmorðsárásum, til dæmis á strætóvagna og samkomustaði.

Þá hefur Ahmadinejad, forseti Írans, margoft lýst andúð sinni á Ísrael og sagt að það eigi að eyða landinu.  Slíkar yfirlýsingar gagnvart fullvalda ríki verða vart túlkaðar nema sem stríðsyfirlýsingar.

Síðast en ekki síst halda Íranar áfram að auðga úran þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í tvígang ályktað að þessari starfsemi skuli hætt að viðlögðum refsiaðgerðum.  Það eru auðvitað ekki aðeins vesturlönd sem standa að ályktununum heldur einnig Rússar og Kínverjar, og allt alþjóðasamfélagið.


mbl.is Áfram unnið að því að ná friðsamlegri lausn á deilunni við Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

net

Höfundur

net
net
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband