Vinstri-grænir og hryðjuverkamennirnir

Utanríkisráðherra gekk nýlega til liðs við Íslandsdeild Amnesty International, en þessi góðkunnu mannréttindasamtök berjast nú meðal annars gegn meintum pyntingum og illri meðferð í stríðinu gegn hryðjuverkum, sjá: http://www.amnesty.is/forsidugreinar/Pyndingar

Auk utanríkisráðherra eiga hryðjuverkamenn fleiri málsvara, meðal annars á Alþingi, sérstaklega þingmenn vinstri-grænna. Barátta vinstri-grænna fyrir réttindum hryðjuverkamanna var þegar hafin í júlí 2004. Í yfirlýsingu á heimasíðu framboðsins frá þeim tíma segir:

"Þverpólitísk samstaða hefur myndast að baki kröfu á hendur ríkisstjórninni að beita sér gegn mannréttindabrotum í bandaríska herfangelsinu við Guantanamo flóa."

Þá er þar birt áskorun sem ASÍ og BSRB, launþegasamtökin, og fleiri undirrituðu og afhentu þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra. Vinstri-grænir létu þó ekki þar við sitja og stendur barátta þeirra enn þann dag í dag. Þann 10. október síðastliðinn lögðu þeir fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar:

"Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað." http://www.althingi.is/altext/135/s/0107.html

Þá mun RÚV líka vekja athygli á þessum málum næsta föstudagskvöld, en þá sýnir það bíómyndina Leiðin til Guantanamo.

Nú eru allnokkrar líkur á að fangelsinu á Guantanamo verði lokað, ekki síst vegna alþjóðlegs þrýstings. Barátta Amnesty, vinstri-grænna, íslenskra launþegasamtaka, RÚV og fleiri kann því að bera árangur.

En hvert er þá raunverulegt hlutskipti fanganna í Guantanamo?

Í raun þá virðast þeir njóta réttinda sem velflestir glæpamenn eða handsamaðir stríðsmenn myndu ekki kvarta vegna.

Tökum dæmi af Salim Ahmed Hamdan, sem vann sér það til óhelgi að vera bílstjóri Osama bin Laden bæði fyrir og eftir árásirnar 11. september 2001. Hann var gripinn í Afghanistan og færður til Guantanamo. Hann var sakaður um aðild að hryðjuverkasamsæri al-kaída. Þessvegna átti að færa hann fyrir herrétt 2004. Hamdan undi því ekki og taldi bæði dómstólinn og ákæruna ólöglega, og lögsótti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, forsetann og fleiri.

Dómur féll honum í vil í undirrétti í Bandaríkjunum. Þá áfrýjuðu stjórnvöld og höfðu sigur gegn Hamdan fyrir áfrýjunardómstól. Að lokum var það þó Hamdan sem vann þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði honum í vil 29. júní 2006 í 185 blaðsíðna dómsorði. Hamdan naut aðstoðar úrvals lögfræðinga.

Í ljósi þessa er óhætt að álykta að íslensk mannréttinda- og launþegasamtök, og vinstri-grænir ættu frekar að beina gagnrýnum augum sínum að ástandinu í fangelsum og meðferðarstofnunum hérlendis.

Hryðjuverkamenn eiga greinilega sterkari bakhjarla en ólánsfólk almennt þegar kemur að því að virða og verja réttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

net

Höfundur

net
net
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband